Túrbínur
Framleiddu þitt eigið rafmagn!
Um 70-80 túrbínur, framleiddar í Árteigi, eru í gangi víðsvegar á Íslandi. Auk þeirra eru sjö sem snúast á Grænlandi, ein í Færeyjum, ein í Bandaríkjunum og ein í Rússlandi. Samtals framleiða þessar stöðvar rúmlega þrjú megawött.
Pelton túrbína
Þar sem fallhæð er mikil, á bilinu 60 – 250 m, er notast við Pelton túrbínur eða bunutúrbínur. Þær eru einfaldastar og ódýrastar og er auðveldlega stjórnað með bunuskera. Þær eru fáanlegar með einum, tveimur eða þremur bunuhjólum, en fjöldi þeirra ræðst af vatnsflæði. Þær hafa mælst með 85% meðalnýtni og Pelton túrbínur tapa hlutfallslega litlu í nýtni “á litlu álagi”. Túrbínarnar eru venjulega tengdar beint við 1500/1800 snúninga rafal, en þar sem fallhæð er hlutfallslega lítil og aflþörf mikil getur skapast þörf fyrir reimdrif á milli túrbínunar og rafalsins til að keyra upp hraða rafalsins.
Francis túrbína
Þar sem fallhæð og vatnsmagn eru í meðallagi henta Francis túrbínur best. Fallsvið þeirra er á bilinu ca. 10 – 40 m. 1500/1800 snúninga rafall getur ávallt verið beintengdur við túrbínuna og henni er auðveldlega stjórnað með leiðiskóflum. Viðbragðstími stýringarinnar er hins vegar seinni en í Pelton túrbínum og því viðbúið að eitthvað nýtnistap verði við lítið álag.
Skrúfutúrbína
Skrúfutúrbínur eru notaðar þar sem fallhæð er lítil en vatnsmagn mikið. Fallsvið þeirra er á bilinu ca. 1 – 10 m. Hús túrbínunnar ákvarðast af fallhæðinni; fyrir hærri fallhæð er notast við spíralhús með sögröri en svokallað S-týpu hús er notað fyrir lægri fallhæð. Í þeim tilfellum þarf hraðal á milli túrbínu og rafals. Vatnsflæðinu er stjórnað með leiðiskóflum en búast má við einhverju tapi í nýtingu við lítið álag. Skrúfutúrbínur er hlutfallslega opnar, þ.e. smáhlutir í vatninu fara auðveldlega í gegn án þess að stífla þær.
Crossflow túrbína
Cross Flow hverfillinn flokkast sem spyrnuhverfill. Hann hefur einnig verið
nefndur þverstraumshverfill, en hér verður talað um Cross-Flow. Hann hentar vel ef fallhæð er
í lægri kantinum.
Helstu kostir Cross Flow hverfla:
• Henta vel þar sem álag er breytilegt og þar sem keyra þarf á hlutaálagi, svo sem vegna
breytilegs álags eða rennslis.
• Nýtnin er nokkuð jöfn yfir vinnslusvið, en er lægri en í hefðbundnum hverflum